Þjóðstjórn heillar ekki Odinga

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa sem hefur sakað forseta landsins um að hafa svindlað í kosningunum þann 27. desember segist ekki hafa fengið formlegt boð um að mynda nýja ríkisstjórn. „Látum þá leggja það fram þegar við hefjum viðræðurnar,” sagði Odinga við fréttamenn.

Hann sagðist ekki vilja segja til um hvert svar hans yrði við slíku boði en talsmaður hans, Salim Lone sagði í samtali við AP fréttastofuna að Odinga kysi helst að deila ekki völdum.

„Raila hefur margsinnis sagt að hann sé ekki hrifinn af þeirri hugmynd að stofna þjóðstjórn og hefur frekar sagst vilja vera áfram í stjórnarandstöðu,” sagði Lone.
Stuðningsmaður Odinga.
Stuðningsmaður Odinga. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert