Kofi Annan leitar sátta í Kenýa

Mikið ofbeldi hefur geisað í Kenýa eftir forsetakosningarnar og hafa …
Mikið ofbeldi hefur geisað í Kenýa eftir forsetakosningarnar og hafa yfir 500 manns látið lífið. STR

Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun taka yfir sáttaviðræður vegna deilu um forsetakosningarnar í Kenýa sem hafa orðið yfir 500 manns að bana. 

John Kufuor, forseti Ghana, kom til Kenýa til þess að stjórna viðræðum milli Mwai Kibaki og Raile Odinga, en fékk þá ekki til að hittast.  Kibaki vildi eiga viðræður við Odinga sem neitaði að hitta Kibaki án návistar alþjóðlegs sáttasemjara.

„Báðir aðilar eru sammála um að ofbeldið verður að stöðva,” sagði Kufuor.

Kibaki og Odinga samþykktu báðir að vinna með nefnd undir forystu Kofi Annans til þess að leysa ágreining þeirra vegna kosninganna þann 27.desember síðastliðinn.

Odinga sakar Kibaki um að hafa hagrætt kosningunum.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert