Tveir Norðmenn særðust í Kabúl

Jonas Gahr Støre ásamt Inam-ul-Haq, utanríkisráðherra Pakistans, í Islamabad í …
Jonas Gahr Støre ásamt Inam-ul-Haq, utanríkisráðherra Pakistans, í Islamabad í Pakistan í morgun en hann hélt síðan til Kabúl. AP

Sprengju var í dag varpað á hót­el í Kabúl í Af­gan­ist­an þar sem Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, er stadd­ur. Blaðamaður Af­ten­posten, sem einnig var á hót­el­inu, seg­ir að bygg­ing­in hafi skolfið.

Ekki er vitað til þess að ráðherr­ann hafi sakað en hann hefst nú við, að sögn Af­ten­posten, í sprengju­heldu her­bergi í kjall­ara hót­els­ins. Tveir Norðmenn særðust og var ann­ar þeirra blaðamaður en hinn er starfsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.  

Blaðamaður­inn sem særðist starfar sem ljós­mynd­ari á Dag­bla­det. Skotið var á hann og fleiri Norðmenn þegar þeir komu út úr lyftu í hót­el­inu. Að sögn var árás­armaður­inn klædd­ur lög­reglu­bún­ingi. Ljós­mynd­ar­inn varð fyr­ir tveim­ur skot­um og var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar.

Árás­in var gerð á Serena hót­elið, sem er ný­byggt og eina lúx­us­hót­elið í Kabúl.  AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir tals­manni talib­ana, að sjálfs­morðsárás­armaður og þrír her­ská­ir taliban­ar vopnaðir hand­sprengj­um og byss­um hafi gert árás­ina á hót­elið.

AFP frétta­stof­an seg­ir, að ör­ygg­is­vörður á hót­el­inu hafi látið lífið í árás­inni. Þá hafi ör­ygg­is­verðir drepið einn af árás­ar­mönn­un­um þrem­ur en ekki sé ljóst hver af­drif hinna tveggja árás­ar­mann­anna urðu. 

Serena hótelið.
Serena hót­elið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert