Réðu leiðtoga Jihad af dögum

Ísraelskir hermenn réðu einn leiðtoga íslömsku samtakanna Jihad af dögum í skotbardaga á Vesturbakkanum.  Walid Abeidi var skotinn til bana í átökum við ísraelska hermenn sem höfðu umkringt heimili hans í Qabatiya, nálægt Jenin á Vesturbakkanum.

Íslömsku samtökin Jihad eru talin vera þau róttækustu á meðal palestínskra samtaka og herlið þeirra Al-Quds hefur lýst sig ábyrgt fyrir flestum sjálfsmorðsárásum gegn Ísraelum á síðastliðnum árum.

Árásin var gerð daginn eftir að ísraelski herinn drap 19 Palestínumenn, þar á meðal son leiðtoga Hamas samtakanna.

Ísraleskir hermenn réðu leiðtoga JIhad af dögum.
Ísraleskir hermenn réðu leiðtoga JIhad af dögum. AMIR COHEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert