Stjórnarandstæðingar í Kenýa ætla að beita efnahagslegum þrýstingi með því að sniðganga verslanir sem reknar eru af stuðningsmönnum forseta landsins, Mwai Kibaki, og hóta verkföllum ef atkvæðin í forsetakosningunum 27. desember verða ekki talin aftur en fylgismenn forsetaframbjóðandans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, halda því fram að brögð hafi verið í tafli við talningu atkvæða þann 27. desember sl.
Í dag lauk þriggja daga mótmælum stjórnarandstöðunnar og er talið að 19 manns hafi fallið í mótmælunum fyrir hendi lögreglu og öryggissveita. Skálmöld hefur ríkt í landinu frá forsetakosningunum og samkvæmt BBC er talið að um sex hundruð manns hafi látist í átökunum.