Loftárás á stríðandi gengi

Kenýskar herþyrlur hófu í dag skotárás á stríðandi gengi í bænum Naivasha, og annars staðar í landinu féllu 13 manns í átökum í dag, en alls hafa 22 verið myrtir í óeirðum sem brutust út í kjölfar morðs á stjórnarandstöðuþingmanni.

Níu féllu í átökum ættbálka í vesturhluta landsins, og fjórir voru drepnir í fátækrahverfi í Nairobi. Óeirðir og ættbálkaerjur breiðast hratt út um landið.

Ekki hafa borist af því fregnir að neinn hafi fallir þegar skotið var úr þyrlunum á mikinn mannsöfnuð í Naivasha. Þar hafa miklar óeirðir brotist út undanfarið. Að sögn lögreglu var mikill æsingur í fólki þar í dag og því var þyrlunum beitt til að dreifa mannfjöldanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert