Kofi Annan í Kenýa

Kofi Annan.
Kofi Annan. AP

Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf í dag viðræður við Mwai Kibaki, forseta Kenýa og Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtoga og fyrrverandi forsetaframbjóðanda.

Ætlunin er að reyna að stöðva ofbeldisölduna sem staðið hefur yfir í Kenýa frá kosningunum í landinu frá því í desember.

Annan hvatti Kibaki og Odinga til að gera allt það sem mögulegt er til að binda enda á ofbeldið.

Annan segist vonast til þess að hægt verði að leysa úr alvarlegustu ágreiningsefnunum til skammst tíma á fjórum vikum, en að það muni taka allt að ár að komast að endanlegu samkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert