Skotið á fólk á kosningafundi í Pakistan

Tveir byssumenn skutu á fólk á fundi með stuðningsmönnum flokks Benazir Bhutto í borginni Karachi í dag. Ekki er vitað hverjir mennirnir eru en þeir létu sig hverfa á mótorhjóli eftir skotárásina. Einn særðist í árásinni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þingkosningar fara fram í Pakistan þann 18. febrúar en þeim var frestað í janúar vegna morðsins á Benazir Bhutto þann 27. desember sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka