Yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði á fundi í Helsinki í Finnlandi í dag að allt að 600 þúsund manns hafi flúið heimili sín í Kenýa frá því að forsetakosningar fóru fram í landinu þann 27. desember sl. Óöld hefur ríkt í landinu eftir að Mwai Kibaki, var endurkjörinn forseti Kenýa. Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hefur gagnrýnt niðurstöðu kosninganna og heldur því fram að ekki hafi verið staðið heiðarlega að talningu atkvæða.