27 eru látnir og um 90 særðir eftir sjálfsvígsárás sem gerð var á kosningaskrifstofu í norðvesturhluta Pakistan. Flest fórnarlambanna eru sögð vera meðlimir stjórnarandstöðuflokksins PPP, flokks Benazir Bhutto, sem myrt var í desember.
Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á árásinni. Kosningar fara fram í landinu á mánudag, en þá lýkur átta ára herstjórn forsetans Pervez Musharraf.
Mikill viðbúnaður er vegna kosninganna en 81.000 hermenn og 392.000 lögreglumenn munu gæta friðar meðan á kosningunum stendur.