Bretar búa sig nú undir stormviðri annan daginn í röð en veðurfræðingar hafa spáð miklum vindum víða um Bretland með kvöldinu og er reiknað með að sá stormur muni geisa allt fram á seinnipartinn á morgun.
Samkvæmt Sky fréttastofunni er reiknað með að veðrið munni ganga yfir norðanvert Bretland að þessu sinni og muni valda meiri truflunum á samgöngum og rafmagnsflutningi en veðrið sem gekk yfir í gær.
Gefnar hafa verið út sjö viðvaranir vegna hugsanlegra flóða og 64 minniháttar viðvaranir vegna flóðahættu í Wales og vesturhluta Englands.