Barist í Súdan

Ríkissjónvarpið í Súdan segir að það sé leiðtogi helsta uppreisnarhóps Darfúr, Réttlætis og jafnréttis hreyfingarinnar, sem leiði árásina á höfuðborg landsins Khartoum og hann sé í felum einhvers staðar í borginni. Í fyrsta skipti hafa stjórnvöld birt mynd af leiðtoganum, Khalil Ibrahim. Er fólk beðið um að segja til hans ef það sér hann. Þetta kemur fram hjá AP fréttastofunni.

Á fréttavef BBC kemur fram að forseti Súdan, Omar al-Bashir, hafi greint frá því að öllum stjórnmálasamskiptum við Tjad hafi verið slitið þar sem stjórnvöld í Tsjad hafi stutt árásir uppreisnarmanna á höfuðborgina að sögn forsetans.

Uppreisnarmenn hafa greint frá því að þeir ráði yfir úthverfi borgarinnar, Omdurman en stjórnvöld segja að þeir komist ekki lengra inn í höfuðborgina. Hart var barist í nágrenni Khartoum í gær og er talið að mannfall sé töluvert en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur þar um. Rólegt er í borginni nú samkvæmt fréttaritara BBC á staðnum.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert