Bandaríkjamenn senda hjálpargögn til Búrma

Fyrsta vélin með hjálpargögn frá Bandaríkjunum fór áleiðis til Búrma í nótt. Vélin flaug frá Taílandi til Yangon á Búrma og verða tvær flutningavélar sendar þangað til viðbótará morgun á vegum Bandaríkjamanna.

Herforingjastjórnin greindi frá því í dag að 28.458 séu látnir eftir að fellibylur reið yfir landið um síðustu helgi. Enn er 33.416 saknað. Talið er að hátt í tvær milljónir séu í hættu berist ekki hjálp fljótlega á hamfarasvæðin.

Richard Horsey, talsmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að tölur um að 100 þúsund séu látnir eða saknað líkt og hjálparstofnanir hafa sagt byggi á heimildum frá hjálparstarfsmönnum sem eru á Búrma.

Segir Horsey ástandið mjög alvarlegt og að um tvær milljónir manna séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð.

Sameinuðu þjóðirnar eru enn að reyna að fá herforingjastjórnina á Búrma til þess að samþykkja að erlendir hjálparstarfsmenn fái að koma til landsins.


Bandaríkin hafa sent hjálpargögn til Búrma
Bandaríkin hafa sent hjálpargögn til Búrma AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert