Stjórnvöld á Búrma hafa greint frá því að 34.273 séu látnir í kjölfar fellibyljarins Nargis og 27.836 er enn saknað, samkvæmt frétt í ríkisútvarpi landsins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka og líklegt sé að um eitt hundrað þusund manns hafi farist í fellibylnum sem reið yfir landið þann 3. maí sl. Ef hjálp berst ekki fljótlega á hamfarasvæðin þá séu 1,5 milljón manna í lífshættu.