Bjargað úr rústum eftir 195 stundir

Sextugri konu var bjargað úr rústum í Kína í dag, 195 stundum eftir að jarðskjálfti reið yfir miðvesturhluta landsins. Stjónvarpstöð í Hong Kong skýrði frá þessu í dag. Fram kom að konan hefði lifað í rústunum með því að drekka regnvatn. Staðfest tala látinna af völdum skjálftans er nú komin í 40.075.

Sjónvarpsstöðin hafði eftir herforingja, að konan hefði verið með meðvitund þegar hún fannst. Hún var mjaðmagrindarbrotin og hafði fengið áverja á andlit en var að öðru leyti við þokkalega heilsu.

Konan, sem heitir Wang, lenti í aurskriðu, sem hreif með sér musteri í borginni Pengzhou. Fyrst gat hún hreyft sig nokkuð en í eftirskjálfta, sem reið yfir svæðið, skorðaðist hún milli tveggja steina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert