Beichuan endurbyggð á nýjum stað

Frá húsarústum í Beichuan
Frá húsarústum í Beichuan AP

Borgin Beichuan verður endurbyggð á nýjum stað en borgin varð illa út úr jarðskjálftann um sem reið yfir Sichuan-hérað í Kína þann 12. maí sl. Er talið að minnsta kosti 80% bygginga í samnefndri sýslu, Beichuan, hafi eyðilagst í skjálftanum sem mældist 7,9 stig á Richter. 

Í frétt Xinhua ríkisfréttastofunnar kemur fram að öryggi verður helsta forgangsatriðið þegar kemur að staðarvali fyrir endurbyggingu borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert