Enn hækkar tala látinna

Móðir með mynd af syni sínum sem lést í skjálftanum
Móðir með mynd af syni sínum sem lést í skjálftanum Reuters

Kínversk stjórnvöld hafa greint frá því að 41.353 hafi látist í jarðskjálftanum sem reið yfir Shincuan-hérað þann 12. maí sl. Enn er 32.666 saknað. Talið er að yfir fimm milljónir hafi misst heimili sín í skjálftanum sem mældist 7,9 stig á Richter. Stjórnvöld telja að yfir fimmtíu þúsund hafi látist í skjálftanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert