Yfir 80.000 létu lífið í Kína

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sagði í morgun, að tala látinna eftir jarðskjálftann þar í landi, væri komin yfir 60 þúsund og nú væri áætlað að  yfir 80 þúsund manns hefðu látið lífið. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er nú í Kína til að kynna sér ástandið á skjálftasvæðunum.

Þeir Wen og Ban skoðuðu borgina Yingxiu, sem er nánast í rúst eftir skjálftann. Þar sagði Wen, að endanleg tala látinna kynni að verða yfir 80 þúsund manns.

Ban kom til Kína frá Búrma þar sem hann fékk herforingjastjórn landsins til að samþykkja að fella niður takmarkanir á störfum hjálparsamtaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert