Öflugur eftirskjálfti í Kína

Öflugur eftirskjálfti varð í Sichuanhéraði í Kína í morgun. Skjálftinn, sem mældist 5,8 stig á Richters, fannst m.a. í Peking, sem er í 1300 km fjarlægð. Að sögn kínverska sjónvarpsins lét einn maður lífið af völdum skjálftans og yfir 70 þúsund hús hrundu.

Miklar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum í héraðinu vegna skjálftans stjóra, sem reið yfir fyrir hálfum mánuði og öflugra eftirskjálfta. Að sögn kínverskra stjórnvalda hafa nærri 70 stíflur skemmst og hætta er á að þær bresti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert