Gríðarstórt stöðuvatn myndast

Gervihnattamyndir sýna breytingarnar, sem orðið hafa á vatnasvæðinu. Myndin til …
Gervihnattamyndir sýna breytingarnar, sem orðið hafa á vatnasvæðinu. Myndin til vinstri var tekin 14. maí en sú til hægri 22. maí. AP

Gríðarstórt stöðuvatn hefur myndast í Sichuanhéraði í Kína eftir að jarðskjálftinn mikli reið þar yfir fyrir réttum hálfum mánuði. Vatnið myndaðist eftir jarðvegur gekk til og stíflaði á skammt frá bænum Beichuan en sá bær jafnaðist nánast við jörðu í jarðskjálftanum.

Mikil hætta er á að stöðuvatnið stækki enn til muna og fari yfir fleiri bæi. Nú hafa um 1800 hermenn flutt 10 kíló af sprengiefni hver á svæðið og á að reyna að sprengja skarð í stíflurnar sem mynduðust. Þegar hafa um 20 þúsund manns verið flutt á brott.

Stöðuvötn hafa myndast víðar í héraðinu eftir skjálftann en einnig er óttast að fjöldi stífla, sem reistar hafa verið til raforkuframleiðslu, bresti. Þannig sögðu stjórnvöld að skemmdir hefðu orðið á 69 stíflum og hætta sé á að þær hrynji. Þá eru yfir 300 aðrar stíflur taldar vera í hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert