Rúmlega 65 þúsund látnir

Yfir 65 þúsund eru látnir eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir Kína þann 12. maí sl. og 23.150 er enn saknað, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Kína. Telja stjórnvöld að yfir 80 þúsund hafi látist í skjálftanum sem mældist 7,9 stig á Richter og í eftirskjálftum en að minnsta kosti 8 létust í jarðskjálfta sem reið yfir Sichuan-hérað í gær.

Mikil hætta er á flóðum í ám í héraðinu og eru 1.800 hermenn á leiðinni að Tangjiashan vatni í Beichuan-sýslu, fótgangandi. Hver þeirra ber 10 kg af sprengiefni  en reyna á að losa stíflur sem hafa myndast vegna aurs og braks í vatninu. Þúsundir hafa verið fluttar á brott frá vatninu í öryggisskyni. Veðurspáin er slæm á þessu svæði og er óttast að stíflur muni bresta ef spá um rigningar og rok gengur eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert