Lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð

Hjónin Monique Olivier og Michel Fourniret
Hjónin Monique Olivier og Michel Fourniret AP

Franskur karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að morð á sjö stúlkum og ungri konu. Eiginkona hans var einnig dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að hluta af morðunum. Hjónin eru á sextugs og sjötugsaldri. Morðin voru framin í Frakklandi og nágrannaríkinu Belgíu á árunum 1987 til 2001.

Stúlkurnar sem Michel Fourniret, 66 ára, myrti voru á aldrinum 12-21 árs. Fourniret kyrkti einhverjar þeirra, aðrar voru skotnar til bana en aðrar stungnar til bana með skrúfjárni. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með morðunum væri Fourniret að svala fýsnum sínum í hreinar meyjar.

Fourniret játaði að hafa rænt stúlkunum, nauðgað þeim og myrt. Eiginkona hans, Monique Olivier, 59 ára, aðstoðaði hann við að finna fórnarlömbin en hún er hjúkrunarfræðingur. Hún var dæmd fyrir að hafa tekið þátt í morðum á fjórum stúlknanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert