Obama tryggir sér útnefningu

Reuters

Barack Obama hefur tryggt sér útnefningu sem frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, og verður fyrsti blökkumaðurinn í sæti flokksleiðtoga.

Samkvæmt könnun sem birt var í dag nýtur Obama lítið eitt meira fylgis en frambjóðandi Repúblíkanaflokksins, John McCain.

Þá herma fregnir í dag, að Hillary Clinton sé reiðubúin að verða varaforsetaefni Obamas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka