Lífstíðarfangelsi í stað dauðarefsingar

Í dag er afmælisdagur Benazir Bhutto
Í dag er afmælisdagur Benazir Bhutto Reuters

Forsætisráðherra Pakistans, Yousuf Raza Gilani, hvatti til þess í dag að dauðadómum yfir þúsundum fanga verði breytt í lífstíðarfangelsi. Gilani,  sem ekki hefur heimild til þess samkvæmt lögum að breyta ákvörðun dómstóla, ætlar að óska eftir því við forseta landsins, Pervez Musharraf, að samþykkja breytinguna.

Þetta kom fram í máli Gilani er hann tók þátt í hátíðarhöldum tengdum Benazir Bhutto hún hefði átt afmæli í dag. Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, var myrt í desember er hún var á kosningaferðalagi. Flokkur hennar sigraði í kosningum í Pakistan í febrúar og er nú við völd í landinu.

Fyrr í vikunni greindi Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, frá því að um 7 þúsund manns biðu þess að vera teknir af lífi í Pakistan en fá lönd í heiminum hafa beitt dauðarefsingum í jafn miklu mæli og Pakistan. Á síðasta ári voru 309 fangar dæmdir til dauða í Pakistan.

Gilani sagði að hann vildi hætta að beita dauðarefsingum í minningu Bhutto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka