Réttað yfir Fritzl fyrir árslok

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Réttarhöld yfir Josef Fritzl, sem er ákærður fyrir að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár og að hafa eignast með henni sjö börn, hefjast fyrir lok árs. 

Franz Cutka, talsmaður héraðsdóms í St. Pölten í Austurríki, segir að réttarhöldin muni jafnvel hefjast strax í haust og unnið sé að rannsókn málsins af fullum krafti. 

Saksóknarar fullyrða að Fritzl hafi játað að hafa haldið dóttur sinni fanginni í gluggalausum kjallara hússins sem hann bjó í ásamt eiginkonu sinni í bænum Amstetten í Austurríki.

Lífsýni hafa staðfest að hann er faðir barnanna, það er sex þeirra þar sem eitt barn lést fljótlega eftir fæðingu. 

Fritzl er í gæsluvarðhaldi í St. Pölten. Fjölskylda hans nýtur aðstoðar sálfræðings til þess að reyna að vinna á þeim andlegu erfiðleikum sem hún býr við.

Eiginkona Fritzl, Elísabeth, dóttirin sem hann hélt fanginni, og börnin verða væntanlega yfirheyrð í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert