Hætta við olíuvinnslu í Íran

Noor eldflaug Írana skotið á loft á æfingu íranska hersins …
Noor eldflaug Írana skotið á loft á æfingu íranska hersins á Persaflóa. Reuters

Forstjóri franska olíufyrirtækisins Total hefur greint frá því að fyrirtækið hafi fallið frá þeim áformum sínum að fjárfesta í olíuleit í Íran. Til hafði staðið að fyrirtækið kæmi upp olíuvinnslustöð í suðurhluta landsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Forstjórinn Christophe de Margerie, segir í viðtali við Financial Times að fallið hafi verið frá þessum áformum þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins telji of áhættusamt að starfa í Íran.

 Ríkisfjölmiðlar í Íran greindu frá því í gær að gerðar hefðu verið tilraunir með langdrægar eldflaugar í landinu, sem geti dregið allt til Ísraels. Mikil spenna er á milli Írana annars vegar og Bandaríkjamanna og Ísraela hins vegar vegna kjarnorkumála Ísrana og eru Ísraelar jafnvel sagðir undirbúa loftárás á kjarnorkurannsóknarstöð þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert