Slys í skemmtigarðinum Liseberg

Á fjórða tug manna slasaðist, þar af tveir alvarlega, í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg í Svíþjóð í dag þegar vagn losnaði í hringekju og féll á jörðina. Fólk kastaðist úr sætum sínum  en flestir sem slösuðust klemmdust þegar vagninn lenti.

Haft er eftir talsmanni lögreglunnar á fréttavef Aftonbladet, að 14 hafi verið fluttir á sjúkrahús en ekki sé vitað nánar um meiðsl þeirra. Tækið, sem bilaði, nefnist Rainbow.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert