Rainbow-leiktækið rifið

Leiktækið sem bilaði í Liseberg í gær.
Leiktækið sem bilaði í Liseberg í gær. Reuters

Rain­bow leik­tækið í Lise­berg skemmtig­arðinum í Gauta­borg, verður tekið úr notk­un og rifið en 36 gest­ir slösuðust í gær þegar vagn tæk­is­ins losnaði og rakst í jörðina.

Gauta­borgar­póst­ur­inn hef­ur eft­ir for­svars­mönn­um Lise­berg að skemmd­irn­ar á tæk­inu séu það mikl­ar að það borgi sig ekki að gera við það.

Þrír farþegar í tæk­inu slösuðust al­var­lega og liggja enn á sjúkra­hús­um í Gauta­borg og ná­grenni. Eng­inn þeirra er þó í lífs­hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert