Jarðskjálfti, sem mældist 6 stig á Richter, varð í Sichuanhéraði í Kína í morgun, á svipuðum slóðum og jarðskjálfti, sem mældist 7,9 stig, varð í maí. Ekki er vitað til að skjálftinn í dag hafi valdið manntjóni en í skjálftanum í maí létu um 70 þúsund manns lífið og 5 milljónir manna misstu heimili sín.
Samkvæmt mælingum bandarísku jarðskjálftastofnunarinnar voru upptök skjálftans í dag á 6 km dýpi um 48 km frá bænum Guangyuan.
Hlaupið var með ólympíukyndilinn í Chengdu, héraðshöfuðborg Sichuan, um helgina.