Fritzl börnin fá nýtt eftirnafn

Elizabeth Fritzl hefur afþakkað boð austurrískra yfirvalda um að veita henni og börnunum nýjar persónuupplýsingar til að auðvelda þeim að hefja nýtt líf. Segist hún ætla að láta nægja að fá nýtt eftirnafn.

Faðir Elizabethar, Josef Fritzl, sem hélt henni nauðugri í kjallaraholu í Amstetten í 24 ár og átti með henni sjö börn, er enn í varðhaldi og hefjast réttarhöld í desember. Að þeim loknum mun Elizabeth flytjast með börnunum á leynilegan stað, um 100 kílómetra frá Amstetten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert