Fellibylurinn Gustav kom á land á Haíti í nótt og létu að minnsta kosti tveir lífið.
Vindhraði Gustavs náði hámarki 110 km/klst og minnkaði styrkur hans í hitabeltisstorm. Veðurfræðingar vara við því að Gustav gæti aftur náð fellibylsstyrk síðar í vikunni, en búist er við að hann nái til Kúbu og Jamaíka í dag eða á næstu dögum.