Fellibylsviðvörun gefin út á Jamaíka

Miklar rigningar hafa fylgt Gustav og flætt hefur yfir götur …
Miklar rigningar hafa fylgt Gustav og flætt hefur yfir götur borga. Myndin er frá suður Haíti. AP

Yfirvöld á eyjunni Jamaíka í karabíska hafinu hafa gefið út fellibylsviðvörun eftir að styrkur hitabeltisstormsins Gustav jókst. 

Gustav nálgast nú Jamaíka og er búist við að hann nálgist strendur eyjunnar síðar í dag, að sögn bandarísku fellibyljarstofnunarinnar.  Veðurfræðingar segja að Gustav gæti náð aftur náð fellibylsstyrk undir kvöld en styrkur Gustavs hafði minnkað eftir að hann kom á land á Haíti í gærmorgun.

Tuttugu og tveir hafa látið lífið vegna stormsins á Haíti og í Dóminíska Lýðveldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert