Bush fer ekki á flokksþing repúblikana

Flokksþing repúblikana átti að hefjast með miklum látum í St. Paul í Minnesota í dag. Dagskráin verður hinsvegar með öðrum hætti en ráð var gert fyrir vegna fellibyljarins sem skella átti á í New Orleans og nágrenni í dag.

George Bush, Bandaríkjaforseti hefur aflýst komu sinni með tilliti til aðstæðna og hefur varaforsetinn Dick Cheney gert slíkt hið sama. Bush mun ávarpa samkomuna um gervihnött á mánudag.

John McCain, sem mun taka á móti útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi á samkomunni, segir að dagskráin í dag muni verða í lágmarki.

Flokksþinginu var ætlað að standa yfir í fjóra daga, hvort þar verður breyting á er ekki vitað og verður ákveðið eftir því sem á líður.

Bush hefur lýst yfir neyðarástandi í Mississippi, Louisiana og Texas vegna fellibyljarins. Hann hefur einnig fyrirskipað yfirvöld styðji ríkin hvað hjálparstarf varðar. Bush og stjórn hans voru harðlega gagnrýnd árið 2005 og þóttu hafa sofið á verðinum þegar Katrína reið yfir New Orleans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert