Dregur úr styrk fellibyls

Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans.
Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans. mbl.is/Reuters

Dregið hef­ur úr styrk felli­byls­ins Gustavs eft­ir því sem hann nálg­ast strönd Banda­ríkj­anna og er hann nú skil­greind­ur sem felli­byl­ur af 2. gráðu. Einnig er allt út­lit fyr­ir að borg­in New Or­le­ans í Louisi­ana sleppi við versta veðrið en um 2 millj­ón­ir manna hafa flúið frá suður­hluta Louisi­ana inn í land.

Einnig hafa tug­ir þúsunda flúið frá strand­héröðum Mississippi, Ala­bama og suðaust­ur­hluta Texas.

Hins veg­ar er ljóst að mjög hvasst verður í New Or­le­ans og einnig fylg­ir mik­il úr­koma felli­byln­um. Um tíma var ótt­ast að Gustav yrði felli­byl­ur af 5. gráðu þegar hann skylli á strönd Louisi­ana en úr styrk hans dró um leið og hann fór yfir Kúbu.

Frétt­ir af því, að verstu veður­spárn­ar myndu ekki ræt­ast hafa haft áhrif á olíu­verð á heims­markaði í dag en ljóst er að Gustav mun ekki hafa eins mik­il áhrif á olíu­vinnslu á Mexí­kóflóa og ótt­ast var. Verðið hækkaði sl. föstu­dag og í morg­un en hef­ur nú eft­ir há­degið lækkað á ný og var fyr­ir skömmu 114,36 á markaði í New York.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert