Dregur úr styrk fellibyls

Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans.
Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans. mbl.is/Reuters

Dregið hefur úr styrk fellibylsins Gustavs eftir því sem hann nálgast strönd Bandaríkjanna og er hann nú skilgreindur sem fellibylur af 2. gráðu. Einnig er allt útlit fyrir að borgin New Orleans í Louisiana sleppi við versta veðrið en um 2 milljónir manna hafa flúið frá suðurhluta Louisiana inn í land.

Einnig hafa tugir þúsunda flúið frá strandhéröðum Mississippi, Alabama og suðausturhluta Texas.

Hins vegar er ljóst að mjög hvasst verður í New Orleans og einnig fylgir mikil úrkoma fellibylnum. Um tíma var óttast að Gustav yrði fellibylur af 5. gráðu þegar hann skylli á strönd Louisiana en úr styrk hans dró um leið og hann fór yfir Kúbu.

Fréttir af því, að verstu veðurspárnar myndu ekki rætast hafa haft áhrif á olíuverð á heimsmarkaði í dag en ljóst er að Gustav mun ekki hafa eins mikil áhrif á olíuvinnslu á Mexíkóflóa og óttast var. Verðið hækkaði sl. föstudag og í morgun en hefur nú eftir hádegið lækkað á ný og var fyrir skömmu 114,36 á markaði í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert