Fellibylur nær landi

Það er hvasst í New Orleans en borgin sleppur þó …
Það er hvasst í New Orleans en borgin sleppur þó að mestu við óveðrið. Reuters

Fellibylurinn Gustav lenti á strönd Louisiana nú laust fyrir klukkan 15 að íslenskum tíma. Miðja fellibylsins tók land við Cocodrie, um 110 km suðvestan við New Orleans. Dregið hefur úr styrk óveðursins en jafnframt hefur hægt á ferð þess.

Þótt New Orleans muni að mestu sleppa við óveðrið hafa borist fréttir af því að þar flæði nú yfir varnargarða en mikil úrkoma fylgir fellibylnum. AP fréttastofan hefur eftir talsmanni Bandaríkjahers, að flóðgarðarnir ættu að halda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert