Stjórnvöld í Kína hafa viðurkennt að mögulegt sé að einhverjar af þeim skólabyggingum sem hrundu í jarðskjálftanum í Sichuan héraði maí hafi ekki staðist kröfur sem gerðar eru um slíkar byggingar. Þúsundir nema létust er fjöldi skólabygginga hrundi til grunna í jarðskjálftanum. Alls létust um níutíu þúsund manns í skjálftanum og eftirskjálftum í maí. Ákveðið hefur verið að hefja rannsókn á því hvort byggingareglugerðum hafi verið fylgt í þeim byggingum sem hrundu til grunna í héraðinu.
Foreldra barna sem létust hafa fordæmt byggingarlag skólanna sem hrundu og krefjast þess að þeim verði refsað sem bera ábyrgð á skólabyggingum í héraðinu. Sjálfstætt starfandi byggingaverktakar og einhver bæjaryfirvöld í héraðinu hafa lýst því yfir að skólarnir hafi hrunið vegna þess hve lélegar byggingarnar voru, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.
En á einhverjum stöðum í héraðinu, til að mynda í bænum Dujiangyan,hrundi einungis ein bygging til grunna, Xinjian barnaskólinn.