Öreindatilraun fór vel af stað

AP

Vís­inda­menn í CERN, evr­ópsku rann­sóknamiðstöðinni í ör­einda­fræði í Genf, segja að skot fyrstu ör­eind­anna, inn í 27 km göng sem liggja að heims­ins stærsta ör­einda­hraðli, í morg­un hafi gengið mjög vel. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Verk­efna­stjór­inn Lyn Evans, sem gaf skip­un­ina um að skjóta ör­eind­un­um af stað, seg­ir upp­haf verk­efn­is­ins lofa góðu en til­gang­ur þess er að kom­ast nær því að skilja gerð al­heims­ins. Níu þúsund eðlis­fræðing­ar munu taka þátt í til­raun­inni en efa­semda­menn hafa haldið því fram að til­raun­in muni leiða til heimsend­is.

Nokkr­ir hraðlar koma við sögu í til­raun­inni, fyrst línu­hraðall, sem skýt­ur eind­un­um í lít­inn hring­hraðal. Þaðan fara þær inn í tvo róteinda­sam­hraðla (PS og SPS á korti), þar sem þær ná enn meiri hraða.Að því loknu er þeim skotið inn í sterkeinda­hraðal. Í hon­um er ör­eind­un­um safnað sam­an í sér­stak­an geymslu­hring þar sem þær hring­sóla nærri ljós­hraða.

Er þar um að ræða tvo hringi með braut­ar­stefnu hvor á móti öðrum. Staðirn­ir þar sem þær rek­ast á  eru fjór­ir (ATLAS, ALICE, LHC-b og CMS) og fer gagna­öfl­un­in fram við árekstra­svæðin. Þar er skoðað hvað kem­ur út úr árekstr­um ör­eind­anna, hvaða eind­ir verða til við árekst­ur þeirra og hverj­ir  eig­in­leik­ar þeirra eru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert