Tala látinna hækkar í Pakistan

Forsætisráðherra Pakistans segir að þingið hafi verið skotmark sprengjuárásarinnar á Marriott hótelið í Islamabad í gær.

Talið er að meira en fimmtíu manns hafi látist, þar á meðal tékkneski sendiherrann, Ivo Zdarek.  Fjórir danskir sendiráðstarfsmenn voru í hótelinu þegar árásin var gerð og er eins saknað.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni sem er hin mesta frá því að Pakistan slóst í lið með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn hryðjuverkum árið 2001. Innanríksráðherra landsins segist halda að Talibanar hafi staðið fyrir henni.

Mynd úr eftirlitsmyndavél sýnir þegar sprenging varð í vörubíl utan …
Mynd úr eftirlitsmyndavél sýnir þegar sprenging varð í vörubíl utan við hótelið. Reuters
Myndir úr öryggismyndavél sýnir sprengingu í vörubíl utan við Marritt …
Myndir úr öryggismyndavél sýnir sprengingu í vörubíl utan við Marritt hótelið. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert