Búast við umræðu um vopnalöggjöf

Bú­ist er við því að skotárás­in í iðnskól­an­um í Kauhajoki í Finn­landi leiði til mik­ill­ar umræðu og hugs­an­lega end­ur­skoðunar á finnskri vopna­lög­gjöf.

Sam­kvæmt finnsk­um lög­um er ung­ling­um allt niður í 15 ára ald­ur heim­ilt að bera skot­vopn séu for­eldr­ar viðkom­andi því samþykk­ir. Í kjöl­far skotárás­ar­inn­ar í skóla í Jokela í nóv­em­ber sl. þar sem átta nem­end­ur létu lífið spratt upp mik­il umræða um vopna­lög­gjöf­ina í Finn­landi. 

Í sam­tali við vef danska sjón­varps­stöðvar­inn­ar DR2 er haft eft­ir Niels Kås Dyr­lund, sendi­herra Finna í Dan­mörku, að Finn­ar hafi talið skotárás­ina í Jokela ein­stæðan at­b­urð og því ekki séð ástæðu til þess að end­ur­skoða vopna­lög­gjöf­ina. 

„Skot­vopna­eign er býsna al­geng í Finn­landi og þjón­ar ekki hvað síst þeim til­gangi að hægt sé að verja sig fyr­ir villt­um dýr­um. Það helg­ast ekki síst af stærð lands­ins og mikl­um skóg­vexti. Þannig að stjórn­mála­menn nálg­ast vopna­lög­gjöf­ina með var­færn­is­lega,“ seg­ir Dyr­lund sem er þó ekki í vafa um að umræðan um skot­vopna­eign ung­linga á aldr­in­um 15-18 ára muni blossa upp að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka