Byssumaðurinn var yfirheyrður í gær

00:00
00:00

Finnska lög­regl­an yf­ir­heyrði í gær bys­su­m­ann­inn sem banaði níu sam­nem­end­um sín­um í iðnskóla í Kauhajoki í morg­un vegna mynd­skeiða sem maður­inn hafði sett á You Tube. Þetta staðfest­ir Anne Hol­m­lund inn­an­rík­is­ráðherra Finna. Í mynd­skeiðunum sést hvar maður­inn æfir sig með skamm­byssu. 

„Lög­regl­an vissi af þess­um upp­tök­um og ræddi við hann í gær. Lög­reglumaður­inn á vakt það hins veg­ar sem svo að það væri ekki ástæða til þess að aft­ur­kalla byssu­leyfi manns­ins,“  seg­ir Hol­m­lund og bend­ir á að maður­inn hafi fyrr á þessu ári fengið tíma­bundið skot­leyfi fyr­ir 22 kalíbera byssu.

Skóla­meist­ari iðnskól­ans, þar sem árás­in var gerð, staðfesti einnig í dag, að árás­armaður­inn héti  Matti Ju­hani Sa­ari og sé 22 ára. Hann hef­ur stundað mat­reiðslu­nám við skól­ann und­an­far­in tvö ár. 

Lögregla notaði herbíla til að girða skólahúsið af.
Lög­regla notaði her­bíla til að girða skóla­húsið af. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka