Finnska lögreglan yfirheyrði í gær byssumanninn sem banaði níu samnemendum sínum í iðnskóla í Kauhajoki í morgun vegna myndskeiða sem maðurinn hafði sett á You Tube. Þetta staðfestir Anne Holmlund innanríkisráðherra Finna. Í myndskeiðunum sést hvar maðurinn æfir sig með skammbyssu.
„Lögreglan vissi af þessum upptökum og ræddi við hann í gær. Lögreglumaðurinn á vakt það hins vegar sem svo að það væri ekki ástæða til þess að afturkalla byssuleyfi mannsins,“ segir Holmlund og bendir á að maðurinn hafi fyrr á þessu ári fengið tímabundið skotleyfi fyrir 22 kalíbera byssu.
Skólameistari iðnskólans, þar sem árásin var gerð, staðfesti einnig í dag, að árásarmaðurinn héti Matti Juhani Saari og sé 22 ára. Hann hefur stundað matreiðslunám við skólann undanfarin tvö ár.