Níu látnir í Finnlandi

Lögreglumenn utan við skólann í Finnlandi.
Lögreglumenn utan við skólann í Finnlandi. AP

Níu manns lét­ust og tveir eru al­var­lega særðir í kjöl­far skotárás­ar­inn­ar í finnska bæn­um Kauhajoki í morg­un. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem finnska lög­regl­an hélt kl. 11 að ís­lensk­um tíma. Danska rík­is­sjón­varpið grein­ir frá þessu á vef sín­um.

Hluti af skóla­bygg­ing­unni brann í morg­un, en slökkvilið bæj­ar­ins hef­ur nú náð stjórn á eld­in­um. 

Skotárás­in hófst stund­ar­fjórðungi yfir átta í morg­un að ís­lensk­um tíma þegar hinn 22 ára gamli árás­armaður hóf að skjóta á sam­nem­end­ur sína. Áætlað er að um 200 nem­end­ur hafi verið í skóla­bygg­ing­unni á þeim tíma. 

Lög­regl­an á staðnum hóf þegar að  aðstoða þá sem á staðnum voru við að kom­ast burt úr bygg­ing­unni. Nem­end­um og starfs­fólki skól­ans býðst nú áfalla­hjálp. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka