Sagðist hata mannkynið

00:00
00:00

Finnski námsmaður­inn, sem skaut 10 skóla­systkini sín til bana í dag og svipti sig síðan lífi, skildi eft­ir bréf þar sem hann sagðist hata mann­kynið og hefði verið að skipu­leggja árás­ina frá ár­inu 2002. „Lausn­in er Walt­her 22" sagði síðan í bréf­inu en maður­inn átti 22 kalíbera Walt­her skamm­byssu. 

Bréfið fannst í dag í íbúð manns­ins, sem hét  Matti Ju­hani Sa­ari og var 22 ára gam­all mat­reiðslu­nemi við iðnskól­ann í Kauhajoki. Sa­ari gekk um ganga skól­ans í morg­un klædd­ur svört­um föt­umn og með skíðagrímu og hóf síðan skot­hríð á nem­end­ur.

„Bréfið gæti leitt í ljós hvað vakti fyr­ir hon­um," sagði Jari Neul­aniemi, sem stýr­ir lög­reglu­rann­sókn máls­ins. 

Um 900 íbú­ar í Kauhajoki komu sam­an í kvöld í kirkju staðar­ins þar sem hald­in var minn­ing­ar­at­höfn um þá sem létu lífið. Enn hafa ekki verið bor­in form­leg kennsl á lík­in, sem mör eru illa far­in, m.a. eft­ir eld, sem Sa­ari kveikti í skól­an­um. Að sögn fjöl­miðla eru um að ræða einn kenn­ara og níu nem­end­ur auk árás­ar­manns­ins. Að minnsta kosti ein kona ligg­ur á sjúkra­húsi með skotsár. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka