Skotárás í finnskum skóla

Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin var gerð.
Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin var gerð.

Skotárás var gerð í skóla í Kauhajoki í Finn­landi nú í morg­un og er ótt­ast að marg­ir kunni að vera látn­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá finnsku lög­regl­unni hef­ur árás­armaður­inn verið hand­tek­inn.

Eft­ir því sem fram kem­ur á vef danska sjón­varps­miðils­ins DR 2 hófst skotárás­in í skól­an­um stund­ar­fjórðungi yfir 8 í morg­un að ís­lensk­um tíma. Vitað er að árás­armaður­inn er tví­tug­ur nem­andi við skól­ann. Hann byrjaði að sögn sjón­varvotta skyndi­lega að skjóta á þá 200 nem­end­ur sem í skól­an­um eru. Haft er eft­ir lög­regl­unni að nem­inn not­ist við öfl­ugt skot­vopn og hafi hleypt ótal sinn­um af. 

Finnska lög­regl­an vinn­ur nú að því að rýma bygg­ing­una þar sem árás­armaður­inn enn dvel­ur. Sam­kvæmt sænska dag­blaðinu Dagens nyheter á árás­armaður­inn að hafa læst sig inni í einni af kennslu­stof­un­um. Sömu heim­ild­ir herma að reyk­ur stígi upp frá skól­an­um. 

Sam­kvæmt vef finnska út­varps­ins hafa á síðustu dög­um ratað inn upp­tök­ur þar sem gef­ur að líta ung­an mann með skamm­byssu. Síðasta myndskeðið birt­ist á vefn­um fyr­ir fimm dög­um, en elsta mynd­skeiðið er þriggja vikna gam­alt. Ekki hef­ur enn verið staðfest að maður­inn í mynd­skeiðunum sé árás­armaður­inn, en á You Tube upp­lýs­ir hann að hann eigi heima í Kauhajoki.

Kauhajoki, sem er 15 þúsund manna bær,  ligg­ur í suðvest­ur­hluta Finn­lands, um 350 km norðvest­ur af höfuðborg­inni Hels­inki.

Ekki er nema ár síðan síðasta skotuppá­kom­an varð í Finn­landi þegar ung­ur maður gekk ber­serks­gang í skóla í Jokela og varð átta að bana.


Ekki er langt síðan átta mann létut í skotárás í …
Ekki er langt síðan átta mann létut í skotárás í skóla í Jokela í Finn­landi. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka