Vissu um menguðu mjólkina fyrir tæpu ári

Wang Siyuan, sem er aðeins 2 ára, þjáist af nýrnasteinum …
Wang Siyuan, sem er aðeins 2 ára, þjáist af nýrnasteinum eftir neyslu melamín-mengaðrar mjólkur. STRINGER SHANGHAI

Kínverskir mjólkurframleiðendur vissu af neikvæðum áhrifum melamín í framleiðslu sinni fyrir mörgum mánuðum. Þetta kemur fram í ríkisfjölmiðlinum Xinhua í Kína.

Mjólkurframleiðandanum Sanlu Group, þar sem melamín-eitrunin greindist fyrst, fór að berast kvartanir um að börn veiktust af vörum þess í desember sl. Fyrirtækið fór þó ekki að rannsaka framleiðsluvörur sínar fyrr en í júní sl. og yfirvöldum héraðsins ekki viðvart fyrr en 2. ágúst sl. 

Eftir því sem Xinhua greinir frá drógu borgaryfirvöld í Shijiazhuang, þar sem Sanlu er staðsett, það að greina frá ábendingum um mengun mjólkurvara fyrirtækisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka