Eldur borinn að fórnarlömbunum

Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin átti sér stað.
Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin átti sér stað.

Matti Ju­h­an Sa­ari, sem skaut sjálf­an sig og tíu sam­nem­end­ur sína til bana í gær, þekkti flest­öll fórn­ar­lömb­in per­sónu­lega. Fram kom á blaðamanna­fundi lög­reglu í Kauhajoki í Finn­landi í dag að átta hinna látnu voru kon­ur en tveir karl­ar. Níu þeirra voru í prófi er árás­in átti sér stað. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Einnig kom fram á fund­in­um að vís­bend­ing­ar séu um að hann hafi ætlað sér að brenna skól­ann, þar sem árás­in átti sér stað, til kaldra kola. Mun hann hafa kveikt í á nokkr­um stöðum í hús­inu en flest­ir eld­anna slokknað af sjálfu sér. Kveikti hann m.a. eld í stof­unni þar sem prófið fór fram og voru fórn­ar­lömb­in níu sem lét­ust þar öll með al­var­leg bruna­sár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert