Finnskur lögreglumaður í veikindaleyfi

Lögregla girti af iðnskólann þar sem Matti Juhani Saari skaut …
Lögregla girti af iðnskólann þar sem Matti Juhani Saari skaut 10 skólafélaga sína til bana. Reuters

Finnsk­ur lög­reglumaður, sem á mánu­dag yf­ir­heyrði og sleppti síðan mann­in­um sem skaut 10 manns til bana í iðnskóla í gær­morg­un, hef­ur verið send­ur í veik­inda­leyfi. Mik­ko Paatero, rík­is­lög­reglu­stjóri Finn­lands, sagði blaðamönn­um frá þessu í dag. 

Aðstoðarmaður Paatero sagði við AFP, að lög­reglumaður­inn hefði sjálf­ur óskað eft­ir því að fara í leyfi. Hann yf­ir­heyrði Matti Ju­hani Sa­ari, 22 ára mat­reiðslu­nema, á mánu­dag vegna mynd­banda, sem Sa­ari hafði birt á net­inu og sýndu hann skjóta af byssu á skotæf­inga­svæði.

Sa­ari fékk bráðabirgðal­eyfi fyr­ir 22 kalíbera skamm­byssu í ág­úst. Lög­regl­an ákvað á mánu­dag að svipta hann ekki leyf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert