Finnskur lögreglumaður í veikindaleyfi

Lögregla girti af iðnskólann þar sem Matti Juhani Saari skaut …
Lögregla girti af iðnskólann þar sem Matti Juhani Saari skaut 10 skólafélaga sína til bana. Reuters

Finnskur lögreglumaður, sem á mánudag yfirheyrði og sleppti síðan manninum sem skaut 10 manns til bana í iðnskóla í gærmorgun, hefur verið sendur í veikindaleyfi. Mikko Paatero, ríkislögreglustjóri Finnlands, sagði blaðamönnum frá þessu í dag. 

Aðstoðarmaður Paatero sagði við AFP, að lögreglumaðurinn hefði sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi. Hann yfirheyrði Matti Juhani Saari, 22 ára matreiðslunema, á mánudag vegna myndbanda, sem Saari hafði birt á netinu og sýndu hann skjóta af byssu á skotæfingasvæði.

Saari fékk bráðabirgðaleyfi fyrir 22 kalíbera skammbyssu í ágúst. Lögreglan ákvað á mánudag að svipta hann ekki leyfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert