„Hann var bara venjulegur strákur“

Matti Juhani Saari á myndskeiði sem hann setti á YouTube.
Matti Juhani Saari á myndskeiði sem hann setti á YouTube. Reuters

Á yf­ir­borðinu var hann bara venju­leg­ur strák­ur. Hon­um gekk vel í skóla, hann var þög­ull en ekki einmana þó hann byggi einn með kett­in­um sín­um.

Þannig lýsa vin­ir Matti Ju­hani Sa­ari hon­um, en Sa­ari réðst í gær­morg­un til at­lögu gegn skóla­syst­kn­um sín­um í iðnskól­an­um í Kaukajoki í Finn­landi og drap níu sam­nem­end­ur sína og einn starfs­mann skól­ans áður en hann framdi sjálfs­víg.

Í út­tekt danska dag­blaðsins Politiken kem­ur fram að vin­ir Sa­ari telja að vopnuð árás sem hann varð fyr­ir í fe­brú­ar sl. hafi markað djúp spor í vit­und Sa­ari og hugs­an­lega leitt til þess sem síðar varð.

Á vef TV2 News er haft eft­ir vin­um Sa­ari að hann hafi verið afar fé­lags­lynd­ur og vel liðinn. Hins veg­ar hafi það breyst þegar hann flutti frá heima­bæ sín­um, Pyhäjärvi, til Kaukajoki til að stunda nám. 

Árið 2006 þjónaði Matti Sa­ari her­skyldu í Kainuu Briga­de her­búðum í bæn­um Kaj­a­ani í suður­hluta Finn­lands. Dvöl hans þar lauk hins veg­ar skyndi­lega og hann hætti í hern­um. Ekki er vitað hvers vegna, en ljóst megi vera að Sa­ari leið ekki vel í hern­um. Að sögn vina hans varð Sa­ari fyr­ir miklu einelti í hern­um. Í fe­brú­ar sl. varð Matti Sa­ari fyr­ir árás við pylsu­vagn þegar 36 ára gam­all maður ógnaði Sa­ari með byssu og hræddi þannig úr hon­um líftór­una.

Að mati eins for­eldr­is nem­enda við iðnskól­ann í Kaukajoki breytt­ist Sa­ari þegar hann fór að sýna skot­vopn­um sí­fellt meiri áhuga. Finnska lög­regl­an upp­lýsti í dag að hún hefði fundið bréf heima hjá Sa­ari þar sem fram kom að hann hafi lagt drög að skotárás­inni sl. sex ár. Í einu bréf­anna sagðist hann hata mann­kyn allt og að eina lausn­in væri Walt­her P22 skamm­byssa. Sam­kvæmt heim­ild­um TV2 News ber mönn­um ekki sam­an um hvar Sa­ari hafi fengið þjálf­un sína í að meðhöndla skot­vopn, því ekki sé vitað til þess að hann hafi verið meðlim­ur í skot­fé­lagi. 

Einn af bestu vin­um Sa­ari, Joni Helm­in­en, er hepp­inn að hafa sloppið lif­andi frá árás­inni í gær. Helm­in­en mætti líkt og aðrir bekkj­ar­fé­lag­ar Sa­ar­is í skól­ann til þess að taka próf. „Mér gekk vel, varð snemma bú­inn með prófið og fór því í há­deg­is­mat,“ seg­ir Helm­in­en og tek­ur fram að hann hafi ein­mitt furðað sig á því hvers vegna Sa­ari hafi ekki mætt í prófið, því sein­ast kvöldið áður höfðu þeir rætt um prófið sem þeir þurftu báðir að taka. Stund­ar­fjórðungi eft­ir að Helm­in­en yf­ir­gaf pró­fastaðinn mætti Sa­ari í kennslu­stof­una þar sem prófið fór fram og hóf að skjóta á sam­nem­end­ur sína.

Haft er eft­ir lög­regl­unni að Sa­ari hafi aug­ljós­lega skotið sam­nem­end­ur sína með það að mark­miði að drepa þá en ekki særa. Lög­regl­an vinn­ur ennþá að því að bera kennsl á lík­in, en það hef­ur reynst vanda­samt þar sem sum þeirra eru svo illa brunn­inn að marga daga get­ur tekið að bera kennsl á þau. 

Aðspurður seg­ir Helm­in­en að Sa­ari virðist ekki hafa tekið því illa að vera kallaður til yf­ir­heyrslu á lög­regl­unni dag­inn áður vegna mynd­skeiðanna sem hann hafði sett inn í You Tube. Helm­in­en upp­lýs­ir einnig að Sa­ari hafi verið verið í sál­fræðimeðferð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert