Skóla lokað vegna hótunar um árás

Skóla í bæn­um Pyhäjärvi í Finn­landi var lokað í morg­un og nem­end­ur send­ir heim eft­ir að upp­lýs­ing­ar bár­ust um að birst hefði hót­un um árás á skól­ann á net­inu.

Norska út­varpið og finnski net­miðill­inn KSLM greindu frá þessu í morg­un. Lög­regla tel­ur þó ástæðulaust til að hafa áhyggj­ur, en seg­ir að kannað verði hvaðan hót­un­um sé kom­in.

Á vef danska sjón­varps­miðils­ins TV2 News er frá því greint að Pyhäjärvi hafi verið heima­bær Matta Ju­hani Sa­ar­is, sem skaut og drap tíu skóla­systkin í gær bæn­um Kauhajoki áður en hann framdi sjálfs­morð. Sa­ari flutti frá Pyhäjärvi í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka