Skóla í bænum Pyhäjärvi í Finnlandi var lokað í morgun og nemendur sendir heim eftir að upplýsingar bárust um að birst hefði hótun um árás á skólann á netinu.
Norska útvarpið og finnski netmiðillinn KSLM greindu frá þessu í morgun. Lögregla telur þó ástæðulaust til að hafa áhyggjur, en segir að kannað verði hvaðan hótunum sé komin.
Á vef danska sjónvarpsmiðilsins TV2 News er frá því greint að Pyhäjärvi hafi verið heimabær Matta Juhani Saaris, sem skaut og drap tíu skólasystkin í gær bænum Kauhajoki áður en hann framdi sjálfsmorð. Saari flutti frá Pyhäjärvi í fyrra.