Handtekinn eftir birtingu myndskeiðs á YouTube

Sænska lög­regl­an hef­ur hand­tekið sex­tán ára gaml­an pilt fyr­ir ólög­lega vopna­eign eft­ir að hafa fengið upp­lýs­ing­ar um grun­sam­legt mynd­band sem hann hafði sett á YouTu­be vef­inn.

Talsmaður lög­regl­unn­ar seg­ir að pilt­ur­inn hafi verið hand­tek­inn í Köp­ing í gær­kvöldi fyr­ir ólög­lega skot­vopna­eign og að skapa öðrum hættu. Lög­regla gerði hús­leit á heim­ili pilts­ins eft­ir ábend­ingu um mynd­skeiðið á YouTu­be. 

Pilt­ur­inn var hand­tek­inn ein­ung­is degi eft­ir að Finn­inn Matti Sa­ari myrti tíu skóla­systkin sín og tók eigið líf í Kauhajoki skól­an­um. Sa­ari hafði á mánu­dag verið yf­ir­heyrður af lög­reglu vegna mynd­skeiðs sem hann hafði sett á YouTu­be vef­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert