Tengsl milli fjöldamorðanna

00:00
00:00

Finnska lög­regl­an rann­sak­ar nú hvort tengsl hafi verið á milli Matti Ju­hani Sa­ari, sem gekk ber­serks­gang í skóla sín­um fyrr í vik­unni og myrti tíu sam­nem­end­ur sína og Pekka-Eric Au­vin­en, sem myrti átta í Jokela á síðasta ári. Báðir tóku þeir eigið líf eft­ir skotárás­irn­ar.

Matti Ju­hani Sa­ari,  22 ára og Pekka-Eric Au­vin­en, 18 ára, keyptu báðir skot­vopn­in í Jokela og jafn­vel í sömu búð. Eins er talið að þeir hafi átt sam­skipti sín á milli.

„Hegðun þeirra er svo svipuð að ég teldi það krafta­verk ef við finn­um ekki ein­hverja teng­inu þeirra á milli," seg­ir Jari Neul­aniemi, sem stýr­ir rann­sókn­inni, í sam­tali við finnsku frétta­stof­una STT.

Hann seg­ir að byssu­leyf­in sýni fram á að byss­urn­ar voru keypt­ar í sömu versl­un í Jokela en neitaði að skýra málið frek­ar.

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að margt sé líkt með fjölda­morðunum. Báðir birtu þeir ógn­andi mynd­skeið á YouTu­be fyr­ir árás­irn­ar og þeir voru báðir heillaðir af fjölda­morðunum í Col­umb­ine skól­an­um í Banda­ríkj­un­um árið 1999. Eins er sjálfs­vígsaðferðin sú sama hjá báðum, skot í höfuðið. Hins veg­ar hef­ur ekki enn tek­ist að finna beina teng­ingu milli mann­anna tveggja.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert